<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 21, 2004

Nýtt blogg

jebb, alltaf finnur maður sér e-ð annað að gera en að læra. Var að búa til þetta fína blogg fyrir okkur Ragnheiði þar sem við munum blogga frá landi Frakka.

|
Jæja kæru vinir nær og fjær

Long tæm nó blogg... jamm, mammsa er aldeilis búin að standa yfir manni með pískinn. Samt sem áður lítur út fyrir að e-ð verði um ritgerðarskrif í landi Frakka, já, þetta var nú ekki alveg nógu gott sem að ég var búin með, eins og mig reyndar grunaði. Lítið annað en ritgerðarskrif hefur þó drifið á daga mína síðan síðast, nema hvað skrapp í sveitina á föstudaginn að þrífa Central 2 og ég verð nú barasta að segja söguna af skrýtna finnska parinu sem bjó með mér í vetur.
Það sem þau gerðu í allan vetur var að hanga inni í herberginu sínu og ganga misvel um sameignina. Ragga og Davíð voru nú búin að útskýra Ebbustaðalinn aðeins fyrir þeim þannig að þau hefðu nú átt að vita um hvað þrifin snérust!! Samt sem áður skúruðu þau gólfið í herberginu sínu á 10 mín. Ég sagði þeim síðan að við ætluðum að skipta sameigninni þannig að þau myndu þrífa skápana, sem þau og gerðu á öðrum 10 mínútum. Við erum sko að tala um að Ebbustaðallinn krefst þess að allt sé skrúbbað með tannbursta í öll horn og alls staðar. Síðan stungu þessir snillingar bara af í borgina án þess svo mikið sem kveðja!! Skemmtilegir sambýlingar þar á ferð sem btw borðuðu alltaf matinn sinn inni í herberginu sínu ef að við vorum e-ð að þvælast í eldhúsinu. Jæja svo þegar Ebban mætir í úttekt eru Finnarnir á bak og burt og við sveitt og sæt við þrif. Ebban fékk nú svo mikið sjokk yfir Finnaherberginu að hún hældi okkur í bak og fyrir, vildi helst að allir nemendur þrifu eins vel og við. Eins gott líka við vorum búin að vera með tannburstana á lofti í öllum skúmaskotum!!!!!

Ég hef tekið þá afdrífaríku ákvörðun að senda ekki jólakort þetta árið vegna tímaskorts. Auk þess á ég hvorki barn né gæludýr til að senda ykkur mynd af þannig að mér finnst ekkert taka því að senda nokkurn skapaðan hlut fyrr en ég get sent mynd af einhverju svona skemmtilegu.

Þangað til þá óska ég ykkur bara Gleðilegra jóla og farsældar um ókomin ár

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?