fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Amla gamla
Átti alveg ljómandi góðan afmælisdag og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk hérna á bloggið. Að sjálfsögðu tók fólkið lagið fyrir mig í skólanum, jafnvel þó að ég væri ekki einu sinni í tíma, og ekki bara einu sinni heldur tvisvar!!! Á þriðjudagskvöldið kom síðan fullt af fólki í ammliskaffi í Central. Fékk líka pakka, Bridget Jones á barmi taugaáfalls frá Agnesi, hef varla getað skrifað ritgerðina er svo mikið að lesa.
Helgin lítur vel út - ætla í borgina á morgun, er að fara í þrítugsafmæli Munda hönnumanns á laugardagskvöldið og síðan er víst stefnan tekin á NASA þar sem stórhljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur komið saman á ný í tilefni afmælanna okkar ;o) Svo taka bara við ritgerðarskrif og skemmtilegheit...
|
Átti alveg ljómandi góðan afmælisdag og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk hérna á bloggið. Að sjálfsögðu tók fólkið lagið fyrir mig í skólanum, jafnvel þó að ég væri ekki einu sinni í tíma, og ekki bara einu sinni heldur tvisvar!!! Á þriðjudagskvöldið kom síðan fullt af fólki í ammliskaffi í Central. Fékk líka pakka, Bridget Jones á barmi taugaáfalls frá Agnesi, hef varla getað skrifað ritgerðina er svo mikið að lesa.
Helgin lítur vel út - ætla í borgina á morgun, er að fara í þrítugsafmæli Munda hönnumanns á laugardagskvöldið og síðan er víst stefnan tekin á NASA þar sem stórhljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur komið saman á ný í tilefni afmælanna okkar ;o) Svo taka bara við ritgerðarskrif og skemmtilegheit...
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Ég á afmæl'í dag, ég á afmæl'i dag
Jebb þá er maður orðin eldri en í gær, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Skemmtilegur afmælisdagur framundan, ekki spurning um það. Ræktin kl 9, þvottahúsið kl 11, ritgerðaskrif framyfir hádegi - hitta Benna leiðbeinanda, kaffiboð í Miðgarði, kanski blak og svo ritgerðarskrif fram á kvöld - Spennandi ekki satt?
|
Jebb þá er maður orðin eldri en í gær, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Skemmtilegur afmælisdagur framundan, ekki spurning um það. Ræktin kl 9, þvottahúsið kl 11, ritgerðaskrif framyfir hádegi - hitta Benna leiðbeinanda, kaffiboð í Miðgarði, kanski blak og svo ritgerðarskrif fram á kvöld - Spennandi ekki satt?
sunnudagur, október 31, 2004
Sólarhringur í að ég verði 24 ára!
Verða að nýta hann til hins ýtrasta, held samt að hann fari að mestu í ritgerðarskrif. Er að fara að hitta Benna á morgun og hann á örugglega eftir að fá kast þegar hann sér hvað ég er búin að vinna lítið í þessu...
En allavegana, var nokkuð mikið duglegri í dag en ég er búin að vera alla síðustu viku en þá gerði ég ekki neitt!!! Var líka nokkuð dugleg í öðru en að skrifa ritgerð, fór að sjálfsögðu í ræktina þegar ég vaknaði sem btw var mun seinna en ég ætlaði... Skellti mér svo á rosa fína undirfatakynningu úti í Kringlu í kvöld og gerði reifarakaup - spurning hver verður fyrstur að sjá það sem ég keypti c",)
|
Verða að nýta hann til hins ýtrasta, held samt að hann fari að mestu í ritgerðarskrif. Er að fara að hitta Benna á morgun og hann á örugglega eftir að fá kast þegar hann sér hvað ég er búin að vinna lítið í þessu...
En allavegana, var nokkuð mikið duglegri í dag en ég er búin að vera alla síðustu viku en þá gerði ég ekki neitt!!! Var líka nokkuð dugleg í öðru en að skrifa ritgerð, fór að sjálfsögðu í ræktina þegar ég vaknaði sem btw var mun seinna en ég ætlaði... Skellti mér svo á rosa fína undirfatakynningu úti í Kringlu í kvöld og gerði reifarakaup - spurning hver verður fyrstur að sjá það sem ég keypti c",)