<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 30, 2004

Ritgerðarskrif í sveitinni
Já tók þá bráðsniðugu ákvörðun að vera bara í sveitinni um helgina til þess að ég myndi kanski dröslast til að fara að koma einhverju af þessari fínu ritgerð minni niður á blað, eða amk á word skjal inní tölvuna mína. Það er víst e-ð lítið búið að vera að gerast í þeim efnum hingað til en verð vonandi þeim mun duglegri á morgun og allan næsta mánuð.

Það er samt sem áður alveg tilefni til að djamma aðeins þar sem ég á bara eftir að vera 23 ára í tvo daga í viðbót, en nei stabíla stúlkan liggur bara heima í sveitinni að læra og fara í ræktina. Kanski maður sé bara farin að eldast????

Allavegana, tók samt þrælfínt djamm á fim. Byrjuðum á pottaferð kl 6 svo heim í mat og sjæningu og síðan var haldið í stórafmæli Silju og Tönju á kaffihúsinu, þrælfínt boð þar. Ég átti að halda ræðu um það hvað Tanía væri æðisleg en það gleymdist víst og fyrr en varði var haldið í skálann þar sem stórhljómsveitin Smack lék fyrir dansi. Rosa fínt ball þar sem rassinn var dansaður af - amk var fólk e-ð að tala um hvað maður væri orðin grönn og fín - held að það hafi bara verið rassahristingurinn en afhrisstið sennilega farið að setjast að aftur þar sem ég skellti mér í kaufó í dag og keypti mér súkkulaði og slikkerí - skamm skamm!! en það er samt nammidagur -

Hélt að ég fengi að vera ein heima í ró og næði í kvöld en nei yndislegu finnsku sambýlingarnir mínir droppuðu inn með foreldra sína þannig að nú er maður bara staddur í finnsku æsispennandi familíuboði með þessu líka frábæra fólki...



|

þriðjudagur, október 26, 2004

Kellingin ég??

You Are A Woman!

Congratulations, you've made it to adulthood.
You're emotionally mature, responsible, and unlikely to act out.
You accept that life is hard - and do your best to keep things upbeat.
This makes you the perfect girlfriend... or even wife!

Are You a Girl or Woman? Take This Quiz :-)

Find'>http://www.yournewromance.com/">Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.


|
Harkan
Já nú á sko að taka á því - vakna kl 9 og beint í ræktina og svo skrifa ritgerð fram á kvöld. Held að ég hafi tekið mér of langt helgarfrí, er ekki að komast í skrifaritgerðargírinn núna. Við erum að tala um ofurleti í gær. Reyndar gerði ég eitt ágætt, vafraði á netinu í leit að flugi á eðlilegu verði til Parísar og fann þetta líka ljómandi fína þann 3ja okt. Er reyndar ekki alveg búin að bóka það þar sem verið er að athuga með einkaþotu handa prinsessunni, ætla aðeins að bíða og sjá hvernig það mál fer.
Svo er saumó í Central á morgun, ætlið þið ekki allar að mæta skvísur? Þess vegna verður lítið um ritgerðarskrif þann daginn, málstofa um morguninn og svo þrif og bakstur eftir hádegi. Á fimmtudaginn verður líka e-ð lítið um skrif þar sem það er ræktin um morguninn svo yndislega hagfræðin eftir hádegi og svo er stefnan á að taka góða upphitun fyrir skálakvöldið, jafnvel að það verði skálað í Central!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?