<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Óvenjulegt fimmtudagskvöld á Bifröst???
Miðnætti að nálgast og ég, Agnes og Rannsý sitjum heima að læra ensku, drekka lítinn bjór og borða nammi - aldeilis hollustan í fyrirrúmi í dag...

Skellti mér á æsispennandi handboltaleik í gærkvöldi. Við Bjössi brunuðum í bæinn að aflokinni verkefnavinnu og mættum í Víkina þar sem UMF Bifröst mætti Víking 2 í 32 liða úrslitum SS bikarsins í handbolta. Blóð, sviti og tár er svo sannarlega góð lýsing á leiknum þar sem hart var barist allt fram á síðustu mínútur. Menn með blóðnasir og skurði um allt og spiluðu nánast í blóðpolli, útþinntum með svita. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með 31 marki Bifrestinga gegn 30 stigum Víkinga og Bifrastardrengir þar með komnir áfram og spennandi að sjá hverjum þeir mæta í næsta leik.

Helgin er að mestu óplönuð en allar líkur eru þó á einhverju djammi... hugmyndir og boð vel þegin ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?