<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 25, 2004

Læri, læri tækifæri
Þar sem ég lá í veikindum á miðvikudaginn tók ég þá skynsamlegu ákvörðun að vera bara í sveitinni að læra um helgina. Orðið ansi langt síðan maður tók svona skynsama ákvörðun.. en allavegana þá er ég búin að vera að síðan um hádegi. Við Agnes skrölltum hinar ferskustu í ræktina kl 10, (ég reyndar ekki fyrr en rétt um hálf 11 þar sem ég sofnaði aðeins aftur..) hrisstum bossan ærlega og brenndum nokkrum óæskilegum kaloríum sem höfðu safnast saman eftir bjórdrykkju fimmtudagskvöldsins. Talandi um fimmtudagskvöldið ég held að það ætti að banna henni Ölmupölmu að opna svo mikið sem einn bjór á slíkum kvöldum því það endar alltaf í einhverju djammi langt fram eftir nóttu, eins gott bara að ég sagði mig úr fjármálakúrsinum sem er kl 8 á föstudagsmorgnum ég væri aldrei búin að mæta. Reyndar hefur enginn mætt í tíma hjá honum Sibba kallinum því það er alltaf búið að vera frí. Nú eru búnar 5 vikur og það hafa verið tveir tímar hjá honum þannig að ég hefði í raun alveg getað verið í þessum kúrs.

Svo er það bara spurningin hvort að ég eigi að kíkja á skagaskutlurnar í kvöld. Þær eru víst að plana innlit á Mörkina - surprise surprise - mér skilst reyndar að Bryndís sé komin með lögheimili þar - you go Canadian girl - held samt að veðrið sé að hafa einhver letiáhrif á mig þannig að ég nenni varla - girnilegra að liggja uppí sófa og horfa á TV en sjáum til hvað verður. Hingað til hefur ekki verið erfitt að fá mig til að djamma..

|

miðvikudagur, september 22, 2004

Það sem manni dettur í hug að gera þegar maður er lasin... Stop The Madness
... já, fór að laga linkana á síðunni og búa til myndasíðu sem btw ég hef ekki hugmynd um hvort virkar.







|
NASCAR Flýtum okkur hægt

Skellti mér á skagann í gærkvöldi í saumó hjá Ólöfu Ingu. Flýtti mér víst aðeins of mikið og var þess vegna fyrir smá töfum á leiðinni. PolicemanJebb, löggimann blikkaði mig en var svo ótrúlega heppinn að löggimann í Bongó er dáldið seinheppinn og gleymdi einhverjum eyðublöðum þannig að ég rétt slapp og sparaði þar með þó nokkuð af þússurum. Jamm það er betra að flýta sér hægt, þó svo að ég hafi í raun ekkert verið að flýta mér.
Þegar ég kom síðan heim í gærkvöldi var ég e-ð slöpp, lagðist undir sæng og var að frjósa úr kulda auk þess sem ég var komin með brjálaða beinverki og örugglega einhvern hita. Sick In BedEr þess vegna bara búin að liggja í bælinu í dag og horfa á gamla friends þætti. Ekkert alltof gaman þessa dagana...







|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?