<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 15, 2004

Reading Jæja, ætli maður verði nú ekki aðeins að líta upp úr bókunum og rita eilítið um liðna atburði.
Eins og fram kom í síðustu bloggfærslu þá var hin stórglæsilega Hausthátíð okkar Bifrestinga haldin með pompi og pragt síðasta föstudag. Þetta var hin glæsilegasta hátíð, matur var framreiddur í hátíðarsalnum og skemmtiatriði hrisst fram úr ermum nemenda.Chef Besta atriðið var að sjálfsögðu leikirnir hjá mér, Inda og Agnesi. Þvottabandið stóð sig nú líka ansi vel. Á meðan ég sat að snæðingi með gamla missó hópnum mínum runnu í hlaðið tvær stórglæsilegar stúlkur að sunnan, þær Heiða og Bryndís. Þær áttu nú víst e-ð í vandræðum með að finna Central park í myrkrinu en voru svo heppnar að rekast á Davíð sambýlismann minn og hann sýndi þeim höllina. Þær þurftu nú að bíða dáldið lengi eftir drottningunni þar sem maturinn dróst e-ð á langinn. Hún mætti þó að lokum með fjörið. Babblaði meira að segja á frönsku við skiptinemana og fór sem sagt alveg á kostum það kvöldið.French Flag Síðan var haldið í Skála kenndan við Hreðavatn og bossin hrisstur ærlega. Mikið fjör og mikið gaman og allir í góðu glensi, meira að segja Arnfinnur Teitur og Jakob Hafstein kenndur við gítar mættu að rifja upp gamlar minningar. Held að þetta hafi þó ekki endað eins vel hjá Adda og hann ætlaði því hann lúrði á sófanum í Central, - Pillow Aleinn ef frá eru taldir hinir drengirnir sem fengu dýnurnar fram í stofu.
Við skvísurnar þrjár kúrðum síðan allar saman í stóra fína rúminu mínu, sem er greinilega mun stærra en ég hélt.
Restin af helginni fór síðan í þynnku Dauðans, lá ýmist frammi í sófa að horfa á sjónvarpið eða inni í herbergi að horfa á tölvuna mína, s.s mjög afkasta mikil helgi. Myndi alveg vilja geta sagt að ég hafi verið ógurlega dugleg að vinna í ritgerðarsmíð en því miður er ekki svo.
Er samt sem áður búin að vera hörkudugleg að læra og í ræktinni alla þessa viku - á Treadmill mánudaginn mættum við Agnes galvaskar í ræktina kl 9 og lærðum síðan það sem eftir lifði dagsins, sama má segja um þriðjudag. Í morgun var hins vegar tími hjá MÁM kl hálf 10 og mjög erfitt að vakna fyrir kl 9 þannig að ég er bara á leið í blak núna í staðinn en svo er að sjálfsögðu ræktin kl 9 í fyrramálið, smá upphitun áður en maður tekst á við Vífilinn.

Um næstu helgi er áætluð bæjarferð og mun galsinn byrja um leið og maður lendir í borginni. Þá er förinni haldið beint í höfuðstöðvar Landsbankans þar sem þjónustuversskvísurnar ætla að gera e-ð ógurlega sniðugt. Það er hins vegar ekkert planað á laugardagskvöld en ef þið hafið e-ð sérstakt í huga fyrir mig ekki hika við að hringja, nr er hægt að finna á www.simaskra.is Chatty







|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?