<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 01, 2004

BS letilíf
Já það er ljúft að vera kominn á 3ja ár, svo ljúft að maður gleymir sér alveg í letinni og nennir ekki einu sinni að blogga. Nú er þetta þó að breytast þar sem ég er að fara að byrja á snilldarriti sem ég mun síðan leggja fram sem BS ritgerð í desember næstkomandi. Var reyndar bara í morgun að ákveða ritgerðarefnið - ekki seinna vænna, skil rannsóknaráætlunar eru á föstudaginn!!! Eins gott að fara að spýta í lófana. Efnið sem ég valdi er sko ekki af verri endanum og tengist einmitt einu af mínum eftirlætisiðjum, innkaupum en ég ætla að skoða hagkvæmni þess að nýta rafrænt markaðstorg, án vafa afar athyglisvert efni.

Mér finnst rosa skrýtið að vera hérna núna, það vantar svo geggjað marga, nánast allir sem ég var að umgangast hérna í fyrra eru núna staddir einhversstaðar í útlöndum, þannig að ég býst við að það verði nú e-ð minna um djamm en hin tvö árin. Elva og Anna Lára eru í Arkansas, Anna Begga í Finnlandi og Rósa, Lísa og Íris í Þýskalandi, Agnes enn úti á Krít þannig að ég er hérna nánast ein með Danna og jú Röggu og Davíð. Búum núna með einhverju finnsku pari sem er mjög spes, hanga alltaf inni í herbergi og þora varla að koma fram þegar við erum hérna heima og varla að það sé neitt hægt að tala við þau. Skólinn byrjaði snilldar vel hjá Danna en hann byrjaði fyrsta skóladaginn á þvi að rústa tölvunni sinni, eða svona næstum, það var einhver vírus en allt komið í lag núna og allir hamingjusamir og kátir.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?