<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Aldeilis búið að vera mikið að gera í bankanum undanfarna daga enda stærstu mánaðarmót ársins um þessar mundir. Sökum þessa hefur ekki gefist tími til að rekja ferðasögu Verslunarmannahelgarinnar en nú verður ráðin bót á því.
Við skvæsurnar skelltum okkur sem sagt til Halló Akureyrar. Það munaði reyndar litlu að við Fríða og Heiða hefðum verslað okkur miða til Eyja á föstudagskvöldið en þegar við hringdum var "því miður" búið að loka miðasölunni og var því stefnan tekin á að hringja strax kl 11 á laugardagsmorgninum. Þegar runnið var af okkur sáum við þó hvað þetta var mikil vitleysa í okkur og við Fríða lögðum af stað á Eyrina. Mættum mátulega í grillið í Húsabrekkunni þar sem Fjóla, Sólveig, Rósa, Ester, Ólöf, Sjúddi og Ína Margrét voru búin að koma sér vel fyrir. Um kvöldið var síðan stefnan tekin á Sjallann þar sem MIB og Skímó léku fyrir dansi. Á Sjallanum var margt um manninn og þar hitti ég aldeilis "litlu" tveggja metra frændur mína þá Pál og Kára Ásgríms sem voru ansi ánægðir með að hitta frænku sína í gríðar góðum fíling. Aldeilis ljómandi fínn dansleikur þarna á ferð. Sunnudagurinn var síðan rólegheita dagur þar sem við sváfum fram yfir hádegi og skelltum okkur í sund sem að sjálfsögðu er skylda þegar maður er á annað borð staddur í höfuðstað Norðurlandsins. Um kvöldið var síðan þessi ljómandi ömurlegi ekki-brekkusöngur þar sem enginn tók undir með þessum söngfuglum sem voru að reyna að góla e-ð á sviðinu þarna. Held að þeir hefðu frekar átt að kveikja á Árna og félögum í Eyjum og leyfa honum að hljóma á KA vellinum. Vorum síðan ósköp rólegar um kvöldið, minns var bara í kaffisötri og alveg að sofna á Kaffi Ak þar sem Lísa skvís var að þjóna okkur og stóð hún sig aldeilis með prýði.
Við Fríða vöknuðum síðan eldsnemma á mánudagsmorgun nánar til tekið klukkan hálf 9 og skunduðum af stað í borg óttans. Ljómandi fínt að leggja svona snemma af stað og losna við umferðarhátíðina. Fengum okkur hammara og franskar í Bongó og vorum komnar í borgina rétt eftir hádegi, alveg á mettíma.
Vakti Danna og var ljómandi góður félagsskapur steinsofandi!!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?