mánudagur, júlí 05, 2004
Sveittir síðhærðir rokkarar
Harðkjarnarokkarinn skellti sér á Metallica tónleikana rosalegu í gær. Ég fílaði mig feitt með öðrum síðhærðum, sveittum rokkurum. Um fimmleytið röltum við Fríða glaðar í bragði frá Breiðuvíkinni yfir í Egilshöllina. Ég var svo ótrúlega sniðug að ég tók með mér lítinn bakpoka til að setja jakkann í en nei þá mátti ekki taka neinar töskur með inn í höllina svo að ég varð að geyma hann í gámnum hjá dominoskrökkunum. Við röltum síðan inn í risastóra salinn og komum okkur fyrir, nokkuð framarlega fyrir miðju. Innan skamms vorum við umkringdar sveittum síðhærðum rokkurum sem slömmuðu okkur til og frá í þvögunni. Við þvældumst um í þvögunni eins lengi og þolinmæði okkar leifði, dugðum þó nokkuð lengi náðum alveg tveim eða þrem lögum með harðkjarnarokkununum frá útlöndunum. Þegar við loksins komumst á stað þar sem við gátum andað var nánast ekki til þurr þráður á okkur, þvílíkur hiti, við höfðum sjaldan svitnað svona mikið!!
Æi, nú nenni ég ekki meir, það er alltaf e-ð fólk að hringja hingað og trufla mig við skriftirnar þannig að ég verð að reyna að skrifa meira um þetta og útileguna síðar.
|
Harðkjarnarokkarinn skellti sér á Metallica tónleikana rosalegu í gær. Ég fílaði mig feitt með öðrum síðhærðum, sveittum rokkurum. Um fimmleytið röltum við Fríða glaðar í bragði frá Breiðuvíkinni yfir í Egilshöllina. Ég var svo ótrúlega sniðug að ég tók með mér lítinn bakpoka til að setja jakkann í en nei þá mátti ekki taka neinar töskur með inn í höllina svo að ég varð að geyma hann í gámnum hjá dominoskrökkunum. Við röltum síðan inn í risastóra salinn og komum okkur fyrir, nokkuð framarlega fyrir miðju. Innan skamms vorum við umkringdar sveittum síðhærðum rokkurum sem slömmuðu okkur til og frá í þvögunni. Við þvældumst um í þvögunni eins lengi og þolinmæði okkar leifði, dugðum þó nokkuð lengi náðum alveg tveim eða þrem lögum með harðkjarnarokkununum frá útlöndunum. Þegar við loksins komumst á stað þar sem við gátum andað var nánast ekki til þurr þráður á okkur, þvílíkur hiti, við höfðum sjaldan svitnað svona mikið!!
Æi, nú nenni ég ekki meir, það er alltaf e-ð fólk að hringja hingað og trufla mig við skriftirnar þannig að ég verð að reyna að skrifa meira um þetta og útileguna síðar.