<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 14, 2004

Helgin
Var að vinna á Árbæjarsafni alla helgina og þvílíkt stuð eins og alltaf þar. Það var gjörsamlega ekkert að gera fyrir utan þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu komu á laugardaginn, þeir kaupa alltaf heil ósköp af drasli.
Á laugardagskvöldið kíkti ég svo í útskriftar/innflutnings veislu hjá Örnu en nú er hún orðin hjúkrunarfræðingur, innilega til hamingju með það Arna mín og innilega til hamingju með íbúðina ykkar. Mér fannst mjög fyndið að vera í íbúðinni þeirra af því að þetta er alveg eins íbúð og ég bjó í á Vallarbrautinni nema hvað þau eru búin að taka sína íbúð alveg í gegn, nýjar innréttingar og allt voða flott, held barasta að Vala Matt sé á leið í heimsókn til þeirra.
Þegar við vorum búnar að belgja okkur út af veglegum veitingum hjá Örnu og Ármanni var ég plötuð með á sveitaball í Hreddanum. Varð barasta að fara þar sem þetta var síðasta ferðin í rútunni hans Bjarka Borgdal þar sem hann er búinn að selja glæsikerruna. Að vanda var hörkufjör í skálanum og mikið dansað og djúsað, as usual. Í skálanum hitti maður fjöldann allan af fólki, bifrestinga og nokkra gamla sveitunga, t.d Kára í Dal og Sigurstein á Fáskrúðarbakka, ansi fyndið að hitta þetta fólk eftir öll þessi ár. Hitti líka Helga Einar Grindvíking, þarf síðan endilega að fara að kíkja í heimsók á Suðurnesin.
Það var síðan ansi ljúft að geta lagt sig í þessu líka fína fleti í rútunni á leiðinni heim. Bjarki hetja var síðan svo ógurlega góður að skutla mér hálfa leið í bæinn en Sigurjón kom og sótti mig upp á Kjalarnes, þessir tveir herramenn voru sannarlega hetjur kvöldsins þar sem ég þurfti nauðsynlega að komast heim til að geta mætt í vinnu á sunnudaginn.
Mætti ansi óhressileg til vinnu á sunnudag og sem betur fer var lítið að gera þannig að ég náði að loka augunum og hvílast yfir daginn. Sofnaði síðan ansi snemma í gærkvöldi, gjörsamlega rotaðist strax eftir kvöldmat.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?