<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 03, 2004

Jebb búið að vera mikið bloggleysi hér síðustu daga enda mikið að gera í bankanum um mánaðarmót, skiljanlega. Hef nú ekki gert mikið merkilegt annað en að vinna. Fór reyndar í hörku afmæli um síðustu helgi en þá náði Inga Hlín frænka mín þeim merka áfanga að hafa lifað í aldarfjórðung. þetta var hörkupartý með veglegum veitingum og miklu fjöri. Ég sem besta frænka var að sjálfsögðu valin í lið í spurningakeppni þar sem við Fanný fórum að sjálfsögðu með sigur af hólmi sem bestu vinkonur afmælisbarnsins. Að loknu partýinu fórum við skvísur, ég, Rósa, Fjóla og Fríða og skoðuðum götur, skemmtistaði og herramenn borgarinnar, með ágætisárangri ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?