þriðjudagur, maí 11, 2004
Alma í atvinnuleit
Já, nú er maður bara komin í sumarfrí. Málsvörninni var rúllað upp í gær, gekk svona líka ljómandi vel, Stebbi Kalm og Benni alltaf ljúfir sem lömb. Þurftum eiginlega ekki að laga neitt, enda massa missóhópur eins og áður hefur komið fram. Tók bara góða slökun í sveitinni í gær og skellti mér í pottinn með Agnesi og vorum við suðumark fram yfir miðnætti þegar við dröttuðumst heim og þá fór ég líka beint í bólið. Í morgun losaði ég svo herbergið mitt og sagði bless, bless við Bifröst. Nú er maður því alfluttur í Breiðivíkina enn á ný.
Mér til mikillar skelfingar er ég nú að átta mig á því að ég er ekki komin með vinnu í sumar, reyndar búin að vita það lengi. Þannig að næstu dagar fara í atvinnuleit...
|
Já, nú er maður bara komin í sumarfrí. Málsvörninni var rúllað upp í gær, gekk svona líka ljómandi vel, Stebbi Kalm og Benni alltaf ljúfir sem lömb. Þurftum eiginlega ekki að laga neitt, enda massa missóhópur eins og áður hefur komið fram. Tók bara góða slökun í sveitinni í gær og skellti mér í pottinn með Agnesi og vorum við suðumark fram yfir miðnætti þegar við dröttuðumst heim og þá fór ég líka beint í bólið. Í morgun losaði ég svo herbergið mitt og sagði bless, bless við Bifröst. Nú er maður því alfluttur í Breiðivíkina enn á ný.
Mér til mikillar skelfingar er ég nú að átta mig á því að ég er ekki komin með vinnu í sumar, reyndar búin að vita það lengi. Þannig að næstu dagar fara í atvinnuleit...
mánudagur, maí 10, 2004
Málsvörn í dag.
Jebb, hinn ógurlegi misserishópur 12 mun sitja fyrir svörum með verkefnið: Bifreiðaverkstæði Kjöríss, kostnaðargreining. Athöfnin fer fram í Hriflu klukkan 1400 og eru allir eindregið hvattir til að mæta og fylgjast með harmleiknum...
Helgin var annars mjög fín. Lóðsaði meiri hlutann af draslinu mínu frá Bifröst og kom mér vel fyrir í Breiðuvíkinni enn á ný. Á laugardaginn skelltum við frænkurnar og Rósa og Alda okkur út á lífið og könnuðum skemmtistaði borgarinnar, og karlmennina... ;o)
Skellti mér svo ansi hressileg í sveitina þegar ég var búin að hrista mestu þynnkuna af mér.
Hitti hópinn og við reyndum að henda saman þessari glæsilegu kynningu okkar. Hressileikinn var þó einhverra hluta vegna ekki alveg til staðar þannig að við ákváðum að klára þetta bara núna og það virðist bara alveg vera að ganga - vona ég...
|
Jebb, hinn ógurlegi misserishópur 12 mun sitja fyrir svörum með verkefnið: Bifreiðaverkstæði Kjöríss, kostnaðargreining. Athöfnin fer fram í Hriflu klukkan 1400 og eru allir eindregið hvattir til að mæta og fylgjast með harmleiknum...
Helgin var annars mjög fín. Lóðsaði meiri hlutann af draslinu mínu frá Bifröst og kom mér vel fyrir í Breiðuvíkinni enn á ný. Á laugardaginn skelltum við frænkurnar og Rósa og Alda okkur út á lífið og könnuðum skemmtistaði borgarinnar, og karlmennina... ;o)
Skellti mér svo ansi hressileg í sveitina þegar ég var búin að hrista mestu þynnkuna af mér.