fimmtudagur, apríl 29, 2004
Göngumisserishópurinn ógurlegi gerðist ofurduglegur í gær og gekk að Glitstöðum, hinum megin í Norðurárdalnum, og fengum þar snilldargott lasagna sem hann Valdi var búinn að malla, nammi jammi. Þar sáum við líka alveg glæný lömb, vá hvað það er langt síðan ég hef komist í svoleiðis.
Það væri samt mjög gott ef við værum nú að fara að klára þetta verkefni, alltaf að koma upp alls kyns mál sem þarf að ræða. Við erum samt komin á það núna að það sé ekki lengur raunhæft að klára á föstudaginn og því er stemmt á massa vinnu um helgina!!
|
Það væri samt mjög gott ef við værum nú að fara að klára þetta verkefni, alltaf að koma upp alls kyns mál sem þarf að ræða. Við erum samt komin á það núna að það sé ekki lengur raunhæft að klára á föstudaginn og því er stemmt á massa vinnu um helgina!!
mánudagur, apríl 26, 2004
Nú er bara massa vinna fram á kvöld þar sem stefnan er tekin á að klára þetta að mestu leyti. Markmiðið er að vera síðan búin á föstudaginn.
sunnudagur, apríl 25, 2004
Er búin að vera að skoða skóla í Frakklandi á netinu og það er ekki laust við að maður fái smá heimþrá. Fann snilldar skóla sem ég væri alveg til í að tékka á masternum í hann er í Sophia Antipolis sem er næsti bær við Antibes.

|
Allt á fullu
Missó alla síðustu viku og næstu þannig að það verður að öllum líkindum e-ð lítið um blogg næstu daga eins og þá síðustu. Lítið að gerast sem maður vill deila með öllum....
|
Missó alla síðustu viku og næstu þannig að það verður að öllum líkindum e-ð lítið um blogg næstu daga eins og þá síðustu. Lítið að gerast sem maður vill deila með öllum....