<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 02, 2004

Komin í páskafrí

Jebbsí, rúllaði vinnuréttinum upp á 5 mín í gær, alveg á mettíma og gekk bara ágætlega vel held ég, talaði um riftun ráðningarsamninga, en komst samt takmarkað að því að hann Ástráður var að spyrja svo mikið þannig að ég rétt náði að svara spurningunum hans áður en hann kom með aðra.
Brunaði svo beint heim í víkina breiðu þegar ég var búin að pakka drasli ofan í töskur. Kom heim og fékk þennan fína Nings mat sem karl faðir minn hafði pikkað upp handa okkur, jammi namm. Átti svo bara góða slökun fyrir framan imbann í gærkvöldi, orðið nokkuð langt síðan ég hef gert það....
Í dag er svo stefnan tekin á verslunarleiðangur með Heizu skvís og aldrei að vita nema að Hannsa og Rósla sláist með í för. Svo verður bærinn málaður rauður í kvöld þar sem bifrestingar munu ærlega sletta úr klaufunum. Það byrjar allt með vísindaferð í MasterCard og síðan stórleikur UMFBifröst í handknattleik í Fylkishöllinni, eftir leikinn lítur síðan út fyrir smá gett tú geðer í Breiðuvíkinni, búin að reka gamla kallinn að heiman... Það er orðið skelfilega langt síðan ég hef djammað í bænum, þannig að allir í bæinn í kvöld!!!!!

|

miðvikudagur, mars 31, 2004

Jamms jamms og jæja pæja
Þá eru tvö próf búin og þrjú eftir. Fjármálastjórnuninni var rúllað upp á mánudaginn, var reyndar í það lengsta þannig að ég sem aldrei lendi í tímaþröng hafði ekki tíma til að svara síðustu spurningunni nægilega vel, að eigin mati, allt hitt gekk þó nokkuð vel þannig að ég er frekar bjartsýn þar. Sama má segja um starfsmannastjórnunarprófið sem ég skilaði í morgun, gekk bara ágætlega, skilaði alveg 8 bls sem er með því lengsta sem ég hef skilað í prófi. Aldeilis sem maður var duglegur í pikkinu, rúmlega ein bls fyrir hverja spurningu.
En á morgun er það vinnurétturinn hjá honum Ástráði. Þannig að nú verður lært fram á nótt. Mæti til hans í stutt spjall um veikindalaun, uppsögn kjarasamninga eða e-ð þannig kl 17:10 á morgun, stundvíslega!!! og kasta fram nokkrum vel ígrunduðum og greinargóðum skilgreiningum og svörum á þessum atriðum, eða bara því atriði sem ég dreg. Ef þið eruð með þessi atriði á hreinu má endilega láta mig vita.
|

sunnudagur, mars 28, 2004

Læri læri tækifæri..
Jú jú það er aldeilis verið að reyna að læra e-ð fyrir þessi próf hérna í sveitinni. Sat sveitt allan daginn í gær að lesa þennan blessaða vinnurétt og fékk aldeilis smá flashback til þess tíma sem ég var í lagadeildinni í HÍ, ekki gaman það. bara lesa og læra, er nebblega að fara í munnlegt próf í þessu fagi og það er ekki vel sé að maður sé að þvælast með einhver gögn þar á bæ.
En í dag er annar dagur af því að á morgun er próf í fjármálastjórnun og þess vegna er stefnan tekin á að lesa sér aðeins til í þessu fagi. Annars er maður ósköp afslappaður fyrir þessi próf, svona eins og venjulega bara, ekki mikið fyrir að vera í einhverju kvíðakasti yfir svona smáræði.
En jæja best að halda áfram að lesa um skilvirkni markaða, fjármagnsskipan fyrirtækja, Miller&Modigliani, valrétti, verðmat, fjármögnun, samruna og yfirtökur og allt hitt.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?