<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 26, 2004

Nýjasti bloggarinn
Var nú bara rétt að komast að því í gærkvöldi að í vinkonuhópnum er enn ein gellan farin að blogga og það er hún Hanna Þóra, tveggja barna móðir og söngfugl. Það er greinilegt að ég er farin að vera mjög einangruð hérna í sveitinni og fæ e-ð takmarkað af fréttum, finnst að það mætti nú alveg sansa þessa upplýsingaveitu hjá gellunum!!!
|
Prófin að skella á
Ætlaði að vera rosa dugleg og mæta í fyrirlestur í vinnuréttinum í morgun, vekjaraklukkan hringdi eins og venjulega 20 mínútur í en viti menn svo sofnaði Alma bara aftur og vaknaði ekki fyrr en rúmlega 8 og mætti því bara í seinni hluta fyrirlestrarins. Í verkefnatímanum var svo miklu fargi af mér létt þegar Ástáður fór yfir öll atriðin sem verða á prófinu þannig að lærdómurinn fyrir prófið auðveldaðist nokkuð, var búin að sjá fram á lestur daga og nætur fram að prófi og að ég gæti ekkert lært fyrir hin prófin en nú verður sennó bara lesið á nóttunni - NOT - hef ekk stundað mikinn næturlærdóm og ætla ekki að fara að byrja á því núna!!!
Þrátt fyrir þetta allt saman er ég ekki enn farin að læra. EFtir snilldarkynningu á viðskiptahugmynd okkar skellti ég mér í ræktina og síðan í ljós, svo að maður líti nú gassalega vel út í prófunum
|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Jebb jebb
Er sko ekkert dugleg að læra og búin að setja inn myndir frá strákafríkvöldinu síðasta fimmtudag. Skipulagningargellurnar stóðu sig ekkert smá vel, þetta var æðislegt hjá þeim, þrefalt húrra fyrir þeim: HÚRRA - HÚRRA - HÚRRA
|

mánudagur, mars 22, 2004

Lét til leiðast
og skellti mér með fólkinu til Akureyrar Gunnhildi tókst að tal mig til þannig að ég hætti við að hætta við að hætta við að hætta við að fara með. Þetta var sem sagt búið að vera mjög erfið ákvörðun hjá mér.
En stelpan endaði allaveganna á Eyrinni um helgina. Við Rannsý pannsý skelltum okkur á Sjallann í gærkvöldi. Handboltastrákarnir þurftu að fara að hvíla sig og frúrnar þeirra, Gonnsa, Marta og Heiða urðu að fara heim að svæfa sína menn. Við Rannsý vorum því einu alvöru stuðboltarnir í hópnum og máluðum bæinn rauðann. Á Sjallanum var margt um manninn og hitti ég þar nokkra valinkunna menn og konu sem ég hafði ekki séð í ár og aldir. Þar var t.d minn fyrrum ektamaki með sinni frú og Sigryggur hólmari með sinni frú sem svo skemmtilega vill til að er hún Rakel Fjeldsted sem var með mér í FVA Svo var á staðnum einnig Nonni fyrrverandi bifrestingur og núverandi kaupfélagsstjóri á Dalvík.
Á sunnudaginn var svo haldið á handboltaleik UMF Bifröst vs. KA og Bifrestingar töpuðu þeim leik í stuttu máli sagt þrátt fyrir merkilega góða baráttu. Þeir unnu þó samt fyrri leikinn, man ekki á móti hverjum.
Nú er bara málið að fara að læra, búin að sletta vel úr klaufunum fyrir prófin og verð að vera dugleg að læra, verið því ekki að búast við neinum stórkostlegum hlutum hér á síðunni...
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?