<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 05, 2004

LÆRDÓMSHELGI
ég vona amk að ég verði dugleg að læra um helgina. Í gærkvöldi bauð skólaféagsstjórnin okkur í gömlu stjórninni í mat upp í Hreðavatnsskála - mjög góður matur þar og mjög gaman. Þarna sköpuðust miklar umræður m.a um úthlutun félagsmálasjóðs og umsögn Braga um hana. Sú ályktun var einnig gerð að ef maður linkar á einhvern á sínu bloggi þá verði maður að linka á viðkomandi til baka ég hef því bætt hér inn link á hana Sigrúnu af því hún er búin að linka á mig, svo skora ég á hana mæju pæju að linka á mig af því ég er búin að linka á hana.
Eftir matinn röltum við svo niðrá Bifröst aftur og ég kíkti á stelpurnar sem voru að klára vinnuréttarverkefnið okkar - ætlaði að vera voða dugleg að hjálpa til en það gerðist ekki mikið af viti í þessu verkefni þá þannig að ég fór bara á kaffihúsið. Þar voru Bragi og Hjörtur en ekki mikið fleiri þannig að við skelltum okkur inn í Kringlu þar sem sjálfstæðismenn voru með veislu. Svo endaði kvöldið að sjálfsögðu í einhverju agalegu djammi á kaffihúsinu þar sem ákveðinn aðili gerði sér lítið fyrir og læstist inni á klósetti og það var ekki séns að ná honum út fyrr en Jónas húsvörður mætti á náttfötunum með kúbein og braut upp hurðina - Þegar við komum svo heim var herbergið mitt læst - ég hafði greinilega verið að flýta mér e-ð í matinn og gleymt lyklinum. Ég gerði mér þó lítið fyrir og stökk bara inn um gluggann og þar með var því reddað - mikið ævintýrakvöld sem sagt í gærkvöldi.
Hópurinn mætti svo galvaskur klukkan hálf 10 og var með glimrandi kynningu um Ábyrgðarsjóð launa fyrir hann Ástráð.


|

miðvikudagur, mars 03, 2004Jei ég var að læra að setja myndir inn !!!!
|

þriðjudagur, mars 02, 2004

Partýstelpa
Jú ég er ekki frá því að ég sé dálítil partýstelpa. Rakst á þessi sniðugheit hjá henni Sigrúnu Takk takk Sigrún.

party girl paris hiltonYou are Party Girl Paris Hilton!


Got blow? If not, you probably know someone who does.

If you aren't there, the party hasn't started

And after a few drinks, you're up for almost anything.

You're so wild - you make Cleveland look like Cancun!Which Paris Hilton Are You?

More Great Quizzes from Quiz Diva


|

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Búin að setja inn myndir frá síðasta fimmtudagskvöldi
|
Helgin
er að baki og ég að þykjast vera að reyna að læra e-ð.
Þegar ég lenti í borginni á föstudaginn, frekar illa til reyka og veikluleg gerði ég tilraun til að skríða upp í rúmmið mitt en nei það gekk víst ekki til lengdar við Rósa höfðum áætlað að fara í verlsunarleiðangur í leit að skírnargjöf handa litlu rúsínu Hönnu og Mundadóttur. Eftir mikla leit og brávs í búðum fundum við gjöf og skutluðumst heim, heldur seinna en ég hafði áætlað. Við Inga vorum nebblega á leið á Matur 2004 síðar um daginn og ég átti eftir að þvo mér um hárið og sansa lúkkið aðeins betur.
Matur 2004 var svo hin ágætasta sýning, smakkaði þar fullt af sniðugum mat og drykk, heilsan bauð þó ekki alveg upp á rúnt um vínsmökkunina :$ Skelltum okkur svo á Sólon og snæddum aðeins meira af ljúffengum mat og drykk þó e-ð skrítnar í mallakút enda samansafn af alls kyns jukki þar. Hresstum okkur þó aðeins við og skelltum okkur svo í bíó, aldeilis öflugar frænkurnar. Sáum Along came Polly sem olli þó nokkuð miklum vonbrigðum, ráðlegg ykkur að vera ekkert að spandera 800 kalli í að sjá hana í bíó, fjárfestið heldur í einhverju skynsamlegu! Það gerðist bara nákvæmlega ekkert í þessari blessuðu mynd, kom bara allt í einu hlé og svo var hún bara búin.
Á laugardaginn sinnti ég svo aðeins litlu systur og brunaði svo upp á skagann í skírnin. Hvað á barnið að heita? - Dagbjört Líf Litla systir hennar Birgittu Nætur heitir semsagt Dagbjört Líf. Að vanda var líf og fjör í skírninni enda enginn smá fjöldi sem kominn er af börnum í familíunni hjá þeim Guðbrandi og Þuríði og enn að fjölga, tvö stykki á leiðinni og aldrei að vita nema að barneignir á þeim bæ haldi bara áfram. Sé foreldra mína ekki alveg vera að höndla 6 börn undir þriggja ára aldri.
Þegar var svo búið að dúndra í sig fjöldanum öllum af kræsingum á Ásabrautinni sóttum við Rósa Heiðu og skelltum okkur í heimsókn til Ragnheiðar. Oliver Snær ofurtöffari var alveg endalaust skemmtilegur við okkur og lék við hvern sinn fingur, vildi sko ekkert fara að sofa. Hefur örugglega fundið á sér að við værum að fara að ræna mömmu hans til að fara e-ð út á lífið og hann vildi örugglega bara koma með til að kíkja á hinar gellurnar. Oliver Snær er orðin obboð stór og stæltur og fer örugglega bráðum að byrja með einhverja unglingastæla við mömmu sína.
Kíktum aðeins á Mörkina þar sem var mikið stuð og stemma, vorum þó ekki alveg í rétta fílingnum, reyndum þó að hella í okku nokkrum köldum en enduðum svo bara á því að stinga af í sjoppuna í smá miðnætursnæðing. Erum greinilega e-ð farnar að gleyma gamla djamm touchinu á skaganum. Gisti hjá Heiðu og brunaði svo á Bifröst um hádegi og ætlaði að fara að læra en er ekki enn byrjuð!! Einn tveir og byrja!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?