<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 09, 2003

Komin í jólaskap!!
Var á kaffihúsinu áðan í kakó og vöfflum. Það var verið að kveikja, formlega á jólatrénu á Bifröst áðan. Komst í þokkalegt jólaskap við það. Í gærkvöldi kíkti ég líka í heimsókn til Írisar og Kjartans, þar var Agnes líka og við skutlurnar vorum að mála á piparkökur og spjalla fram á nótt, rosa gaman hjá okkur. Var samt alveg rosalega þreytt og fór heim að sofa fljótlega eftir miðnætti. Var orðin svona þreytt þar sem ég svaf ekkert nóttina áður þar sem að við vorum að klára misserisverkefnið okkar um nóttina en því var skilað á hádegi í gær. Mikill léttir að vera búin með það og það er ekki spurning að þetta er eitt öflugasta verkefnið þessa önnina, hefur a.m.k fengið mikla athygli. Við vorum að reikna út hvort skilaði meiri framlegð, sjóvinnsla eða landvinnsla á þorski.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?