<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 31, 2003

Ég á afmæli á sunnudaginn
Bara að minna ykkur á það ef þið skylduð ekki vita það - stelpan er að verða 23 ára og er enn á lausu. Ömmu fer að hætta að lítast á þetta, hún heldur að við frænkurnar munum enda sem piparjúnkur og það þykir henni ekki gott.
Því miður hefur maður bara engann tíma til að vinna í þessum málum amma mín, þó ég efist um að þú lesir bloggið mitt.
|
Ég á ekkert líf lengur og er á barmi taugaáfalls
Stór orð en ekki fjarri sannleikanum - ég hef ekki verið heima hjá mér í Reykjavík eina heila helgi síðan að skólinn byrjaði - það eru 10 vikur - ég er búin að fara á eitt ball á skaganum með stelpunum - gisti þá ekki einu sinni á skaganum Smári hetja skutlaði frá Bifröst og aftur heim um kvöldið, sem endaði víst ekkert allt of vel en segi ekki meir um það. Fór í eina vísindaferð og kíkti þá aðeins til Heiðu og við kíktum saman á djammið en vorum komnar snemma heim. Ég spyr er þetta eðlilegt? miðað við það að síðasta vetur var maður djammandi hér og þar og alls staðar upp á hverja helgi og að sjálfsögðu sleppti maður ekki fimmtudögunum í sveitinni og stóð sig svo bara alveg með prýði í skólanum. Nú er sko öldin önnur maður hefur varla farið með nefið frá tölvuskjánum nema þá rétt til að glugga í bækurnar.

Ég er orðin hrikalega spennt að ljúka þessu öllu og komast í smá jólafrí, hitta familíuna og vinina loksins!!! Svo ætla ég líka að skella mér til Danaveldis og sjá hvernig hún Sólveig býr þar. Flýg s.s með henni út 30 des og kem svo aftur heim á klakann 5. jan - vona bara að prófin gangi vel þannig að ég sleppi því að mæta í úrbót, vegna þess að úrbótarprófin byrja einmitt 5. jan. Ég stefni að sjálfsögðu á það að bregða ekki út af vananum og fara að falla í einhverju prófi!!!! Það sæmir nú ekki mínum námsferli að fara að fá fyrsta fall á prófi svona á fullorðinsárum.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?