<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 26, 2003

Já já allt í lagi þá ég skal blogga!!!
Vildi óska að það væru fleiri klukkustundir í sólarhringnum þessa dagana. Maður hefur bara engann tíma til að gera nokkurn skapaðann hlut. Minns er alveg að drukkna úr verkenfum og sér ekki fram á annað en lærdóm alla helgina. Ætla rétt að skreppa í borgina núna á eftir og borða svo kvöldmat hjá mömmu gömlu og bruna svo aftur í sveitina í kvöld og vera dugleg að læra á morgun. Annað kvöld er svo stefnan tekin á Sálarball á skaganum og djamma aðeins með gellunum þar, aðeins að rifja upp djammlífið utan Bifrastar. Það liggur við að maður eigi sér bara ekkert líf lengur!!! Var samt á þrusugóðum tónleikum á Café Bifröst í gærkvöldi. KK og Maggi Eiríks mættu á staðinn og troðfylltu kaffihúsið, held að það hafi bara sjaldan verið svona margir þar inni.

Heiða gella er löngu byrjuð að blogga en ég hef bara ekki haft tíma til að bæta henni inn á linka listann en geri það núna.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?