<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 15, 2003

Lélegur bloggari búin að fara til Akureyrar í sumar

vá hvað ég er lélegur bloggari, er of búin að kveikja á tölvunni en hef bara eihverra hluta vegna ekki haft nennu til að blogga, bara kíkt á póstinn minn og lesið bloggið hjá öðrum og séð að ég er ógeðslega latur bloggari.

En ég, Fjóla og Ester Þóra fórum í útilegu til Akureyrar, það var mjög fínt, ekki þessi týpíska djammútilega sem við höfum verið að fara í undanfarin ár enda ungabarn með í för. Höfðum varla nennu í að pína í okkur nokkrum köldum fyrir svefnin. Þetta gaf okkur óneitanlega nokkrar vísbendingar um það að við værum að verða soldið gamlar. Erum það samt ekki bara 23 og 25, algjör unglömb. Þetta var samt alveg þrælfín ferð, keyrðum alveg heilan helling. Keyrðum til Akureyrar á mánudag, tjölduðum og kíktum aðeins í kaffi til Örnu um kvöldið og reyndum svo að pína í okkur einum köldum fyrir svefninn. Á þriðudaginn vöknuðum við svo snemma, eða Ester Þóra vaknaði og vildi ómögulega sofa áfram þannig að við stukkum út og lögðum morgunverð á borðið, borðuðum og tókum svo hraðferð á þessa helstu staði á Norðurlandinu. Tókum skemmtilegann hring, fórum á Húsavík svo Ásbyrgi þar sem við borðuðum hádegismat á mjóustu borðum sem ég hef borðað á, það var sko ekki séns að sitja á móti öðrum að borða. Þaðan fórum við og kíktum á Dettifoss, tókum upp puttaling, hressa stelpu frá Belgiu sem er að vinna á Þórshöfn og var í tveggja daga fríi og ætlaði að skreppa á Mývatn, einmitt þangað sem ferð okkar var haldið. Við erum að tala um að við vorum í álíka langri ferð og hún, við vorum með fullan bíl af alls konar drasli en gellan var bara með einn bakpoka, skil ekki hvernig svona fólk fer að!!!! Allavegana frá Mývatni héldum við áfram framhjá Goðafossi og aftur til Akureyrar. Meikuðum engan veginn að grilla og skelltum okkur bara á Greifann og fengum okkur fínan mat þar. Kíktum svo aðeins aftur í kaffi til Örnu og dóum svo úr þreytu þegar við komum aftur í tjaldið. Áttum svo fínan dag á Akureyri á mið. Byrjuðum á að fara í sund sem var mjög sögulegt þar sem þetta var fyrsta sundferðin hennar Esterar þóru, mjög skemmtilegt það. Skelltum okkur svo í góða verslunarferð þar sem Fjóla fann gallabuxurnar sem hún hefur leitað að í allt sumar. Héldum svo aftur heim á leið þegar líða tók á daginn. Fín Akureyrarferð yfirstaðin :o)

|

mánudagur, ágúst 11, 2003

sumarfríið mitt

Jú jú mín er komin í sumarfrí og bara nánast alveg hætt að blogga enda kveiki ég ekki mikið á tölvunni þessa dagana. Það er svo sem ekkert mikið að gerast nema að við Fjóla gella og Ester Þóra erum á leið eitthvað í útilegu/ferðalag eða amk eitthvað út á land með tjald í farteskinu. Maður verður nú að geta sagt að maður hafi gert eitthvað í sumarfríinu annað en að hanga heima hjá sér og bora í nefið með tærnar upp í loft!!! Við erum nú ekki með neina ákveðna ferðalýsingu, ætli hún verði ekki bara útbúin jafnóðum og eftir því sem veðurspáin segir. Þetta verður svona þetta reddast ferð og sjáum til hvernig þetta fer, vorum samt e-ð að tala um að fara kanski bara hringinn, þetta kemur annars bara allt í ljós.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?