föstudagur, ágúst 01, 2003
Verslunarmannahelgin framundan og ég fer á Árbæjarsafn
Eins og undanfarin ár mun straumur helgarinna liggja þangað sem hún Alma er, síðastliðin fimm ár hefur það verið þjóðhátíð í Eyjum sem allir hafa farið á en þetta ár mun verða breyting á vegna þess að hún Alma verður á Árbæjarsafni um helgina. Já hún er víst orðin svo gömul kellingin að hún verður til sýnis á safninu þar sem sett verður upp sérstök sýning um helgina sem nefnist og þá var kátt í Eyjum og mun Alma rifja upp löngu liðnar stundir sem oft voru ansi skrautlegar og áttu sér stað, jú hvar annars staðar en á þjóðhátíð þeirra Eyjamanna.
Fólk er því eindregið hvatt til að hætta við öll þau plön sem gerð hafa verið um Vestmannaeyjaferð því Alma verður því miður ekki þar en þeir sem telja sig geta verið án hennar er hér með óskað góðrar skemmtunar.
|
Eins og undanfarin ár mun straumur helgarinna liggja þangað sem hún Alma er, síðastliðin fimm ár hefur það verið þjóðhátíð í Eyjum sem allir hafa farið á en þetta ár mun verða breyting á vegna þess að hún Alma verður á Árbæjarsafni um helgina. Já hún er víst orðin svo gömul kellingin að hún verður til sýnis á safninu þar sem sett verður upp sérstök sýning um helgina sem nefnist og þá var kátt í Eyjum og mun Alma rifja upp löngu liðnar stundir sem oft voru ansi skrautlegar og áttu sér stað, jú hvar annars staðar en á þjóðhátíð þeirra Eyjamanna.
Fólk er því eindregið hvatt til að hætta við öll þau plön sem gerð hafa verið um Vestmannaeyjaferð því Alma verður því miður ekki þar en þeir sem telja sig geta verið án hennar er hér með óskað góðrar skemmtunar.
mánudagur, júlí 28, 2003
Áthelgin mikla
Jæja þá er áthelgin mikla að baki og ég er enn að springa. Já vill gellurnar skelltum okkur í sumó í Birkihlíð um helgina og þar var setið og étið og sofið og legið í pottinum alla helgina, þvílíkt næs læf!!! Ester Þóra skellti sér með og lék á alls oddi, fékk eggjastokkana til að klingja hjá gellunum, þannig að við fengum alveg tónleika líka. Ekki nóg með að við höfðum étið í bústaðnum alla helgina heldur skelltum við Fjóla, Sólveig og Bryndís okkur á Hróa þegar við komum á skagann og fengum okkur pizzu og franskar, bara svona til að toppa át helgarinnar, ultum svo þaðan út í bíl og heim.
Ég held að ég ætti ekki að þurfa að borða neitt þessa vikuna, amk þarf ég að vera nokkuð dugleg í ræktinni
|
Jæja þá er áthelgin mikla að baki og ég er enn að springa. Já vill gellurnar skelltum okkur í sumó í Birkihlíð um helgina og þar var setið og étið og sofið og legið í pottinum alla helgina, þvílíkt næs læf!!! Ester Þóra skellti sér með og lék á alls oddi, fékk eggjastokkana til að klingja hjá gellunum, þannig að við fengum alveg tónleika líka. Ekki nóg með að við höfðum étið í bústaðnum alla helgina heldur skelltum við Fjóla, Sólveig og Bryndís okkur á Hróa þegar við komum á skagann og fengum okkur pizzu og franskar, bara svona til að toppa át helgarinnar, ultum svo þaðan út í bíl og heim.
Ég held að ég ætti ekki að þurfa að borða neitt þessa vikuna, amk þarf ég að vera nokkuð dugleg í ræktinni