<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 18, 2003

Mér finnst að það ætti að gefa frí á íslenskum vinnustöðum þegar er svona gott veður. Þeir eru nú ekki margir sólardagarnir sem við fáum hérna á klakanum, af hverju ekki að nýta þá til fulls???
|
Þá er runninn upp föstudagur eftir hrikalega þreytuviku. Ég hélt að ég myndi bara aldrei ná mér eftir átökin um síðustu helgi. Það er spurning hvort að maður sé kanski að verða of gamall fyrir svona rugl og vitleysu???? Dröslaðist í ræktina fyrst í gær, búin að vera algjör aumingi alla vikuna, rétt drattast heim eftir vinnu og upp í rúm eða út í garð og sofna þar, þetta er nú ekki hægt!!!!

Árbæjarsafn um helgina
Nú er ég að fara að vinna á safninu um helgina og á væntanlega eftir að kafna úr hita, dúðuð i ullarpils og annan æðislegan fatnað. Endilega ef þið viljið skemmta ykkur um helgina komið á Árbæjarsafn og gerið soldið grín af mér og hinum gellunum sem verða þar uppstrílaðar og fínar.
|

mánudagur, júlí 14, 2003

Jæja útileguhelgin mikla að baki og ég hef enga orku til að vera í vinnunni, er alveg að sofna hérna.
Þetta gekk allt saman eins og í sögu - svaka fjör stuð og stemma. Allir í góðum útilegufíling og veðrið, það var bara fínt - ringdi aðeins á okkur á laugardagskvöldið í smá stund annars bara sól og blíða. Mætinging hefði nú mátt vera aðeins betri en það var fámennt en góðmennt.

Vá hvað ég væri til í að það væri einhver svefnbekkur hérna í vinnunni til að maður gæti lagt sig aðeins þegar maður er svona þreyttur!!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?