<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 16, 2003

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)
Ef þú veist ekki hvar skal byrja á verkefni tengt framtíð þinni, ættir þú að setjast niður og ákveða hvaða leið þú hefur í hyggju að fara. Þú virðist búa yfir því sem þarf til að framkvæma hugmyndir þínar og metnaður þinn er sannarlega til staðar. Ekki örvænta þegar kemur að fjármálum þínum. Hlutirnir munu komast í rétt horf ef þú leggur þig fram við að fara vel með fjármuni þína.

Ég er að spá hvað er framundan um helgina. Aldrei þessu vant er ekkert búið að plana. Spurning hvort að maður eigi ekki eftir að gera neitt nema liggja í leti um helgina.

SPURNING DAGSINS: HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA?
|

fimmtudagur, maí 15, 2003

geggjað veður úti og ég er að vinna
Kræst hvað ég væri til í að vera núna úti á línuskautum eða liggjandi í sundi í sólbaði. En nei það gengur ekki Alma þarf að húka inni fyrir framan tölvuna í dag.
Skemmti mér reyndar ágætlega áðan, við Sóla danska vorum að tjattla um mjög skemmtileg málefni áðan á MSN.
Vorum að ræða um það hvort að það væri ekki tilvalið að það yrði Eurovisionpartý heima hjá mér stóra daginn en það er einmitt SPURNING DAGSINS: VERÐUR EUROVISIONPARTÝ HEIMA HJÁ ÖLMU?

Skv. nýjustu könnunum lítur út fyrir að Ísland muni bara bera sigur úr bítum í Eurovision, það var amk sagt á Bylgjunni í gær og ekki lýgur hún.
|

miðvikudagur, maí 14, 2003

Var sko ekki að nenna að fara í bæinn aftur í gær, það fór svo agalega vel um mig í sveitinni á Bifröst. Nennti líka ómögulega að vera að fara að vinna í dag. Það var svo ógeðslega gott að vera bara uppfrá og slaka á í rólegheitunum.
Endaði þó á því að koma mér í bæinn en fór fyrst í ammli til Írisar á skaganum. Þvílík húsmóðir, það voru alveg hnallþórur í röðum hjá henni og það líka geggjað góðar, hefði sko borðað miklu meira ef að ég hefði ekki verið nýbúin að stúta hamborgara og frönskum á café Bifröst.
Spurning dagsins: hvað þýðir þetta:. Þekkingin býr í líkömum fólksins og er nátengd skilningarvitum þess og fyrri reynslu
|

mánudagur, maí 12, 2003

Málsvarnardagur
Jæja þá erum við búin í málsvörn með verkefnið okkar, gekk bara þokkalega vel enda afskaplega góður hópur á ferð. Ég vil nú ekki birta neina spá um einkun svona opinberlega, en við búumst bara við hinu besta. Var reyndar ekki alveg nógu vakandi í málsvörninni þar sem ég svaf ekki nógu vel, skil ekki af hverju ég man aldrei eftir að setja símann á silent á nóttunni, kanski er það af því ég er svo hrikalega forvitin að vita hvað fólk sem hringir á nóttunni vill segja mér. Þrátt fyrir þessa þreytu gekk þetta allt saman bara vel.

SPURNING DAGSINS: HVAÐA EINKUN FÁUM VIÐ FYRIR MISSERISVERKEFNIÐ?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?