<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 10, 2003

Kosningadagurinn mikli
Jæja - mér tókst að komast að því hvern ég kaus, tók ákvörðunina reyndar bara í kjörklefanum, en valið stóð á milli tveggja flokka, ætla ekkert að gefa upp hverra. Hef hingað til ekki mikið verið að auglýsa hvar á pólitísku línunni ég er og ætla ekki að fara að byrja á því hér. Ég ákvað þó að kjósa bara rétt :)
Leiðin liggur svo á skagann í kvöld, þessar gellur þarna uppfrá leggja ekki í það að fara í höfuðborgina á djammið, algjörir sveita nördar, nei nei bara smá grín. Það er alltaf gaman að djammast aðeins á skaganum, styttir líka leiðina upp á Bifröst á morgun. En ég á að vera mætt þar agalega spræk klukkan 12 á hádegi að undirbúa málsvörn misserisverkefnisins okkar. Ég átti einmitt að vera að undirbúa það í dag, en nei Alma tók sig til í morgun og skúraði alla íbúðina, vaknaði sko klukkan 9 , fyrsta daginn í margar vikur sem ég gat sofið út, og fór að þrífa allt hátt og lágt og hugsaði um hvað ég ætti að kjósa.
Sólveig var e-ð að kvarta yfir fínu krákunni minni hérna fyrir neðan, skil það ekki, mér finnst hún svo sæt. Hún vill að ég taki hana út -eða færi hana amk neðar á bloggið. Held að ég taki þessa könnun svona einu sinni í mánuði þannig að það verði næstum alltaf svona kráka á blogginu hjá mér. Það ætti nú að gleðja litla hjartað hennar Sólveigar í Danaveldi.
Er að spá hvort að ég ætti að vera með svona spurningu dagsins alltaf, athuga viðbrögðin í commentunum, tékkum á því :
SPURNING DAGSINS ER HELDUR STJÓRNIN VELLI???
|

föstudagur, maí 09, 2003

Crow
What Is Your Animal Personality?

brought to you by Quizilla

|

miðvikudagur, maí 07, 2003

Þetta er snilldÉg gæti ekki verið meiri blanda - á milli 40 og 60% framsóknar- sjálfstæðis- frjálslynd samfylkingarmanneskja en aðeins 4% Vinstri græn. Þetta segir mér nú ekki mjög mikið um hvað ég eigi að kjósa. Ætli ég kjósi þá bara ekki alla? eða er það kanski ekki hægt?
|

þriðjudagur, maí 06, 2003

Endilega skoðið síðuna hjá Kötu á Bakka en ég var að bæta linknum hennar hérna inn. Vonandi virkar hann, en ég er agalegur klaufi í þessu dóti.
|
Það er nú bara enginn friður þegar maður er að vinna á sama stað og mamma gamla. Ég varð sko bara að byrja að vinna í dag, fékk engan frídag.
Í gær skiluðum við glæsilega misserisverkefninu okkar og fengum einkunnirnar. Mér gekk nú bara ágætlega er amk alveg búin og komin í frí frá Bifröst á þriðjudaginn en þá erum við í viðveru en málsvörn á mánudaginn. Það er nú samt ekkert frí þar sem ég er nú þegar byrjuð að vinna. Það er svo sem ágætt - hef ekkert betra að gera, ekki gett ég farið og eytt peningum því ég á enga þannig að það er bara fínt að vera farin að vinna. Svo er ég reyndar líka á fullu að klára yndislega skólaspjaldið svo að það verði nú tilbúið þegar fólkið útskrifast í lok maí. Það er þá líka eins gott að hann Emil ljósmyndari standi sig og klári þetta eins og hann var búinn að lofa.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?