<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 03, 2003

Jæja þá er kominn endir á misserisvinnuna, ég stakk af upp á Bifröst svo þau hin gætu verið í fráganginum í friði. Engin afskiptasöm Alma að skipta sér af hlutunum og finna að öllu. Við Bragi formaður stóðum okkur með sóma og kynntum skólafélagið fyrir tilvonandi Bifrestingum á opnum degi á Bifröst í dag. Karnival á eftir, grill og læti, svaka stuð og gaman. Ég ætla svo bara að vera í afslöppun í sveitinni hjá Ingu frænku þangað til á mánudaginn en þá er skelfingardagur, einkunaafhending og prófsýning, agalega spennandi að sjá hvort að maður þurfi að mæta í úrbót núna og hvort að fyrsta fallið á námsferli mínum eigi eftir að líta dagsins ljós.
|

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Til hamingju með ferminguna á sunnudaginn Anna Björg. Sunnudagurinn var sko átdagur, þvílík veisla og þvílíkur matur, langt síðan maður hefur borðað svona mikið. Ekki nóg með að það væri étið í fermingarveislunni heldur hélt átið áfram í bústaðnum hjá Maack. Missóhópurinn skellti sér austur í sumó til að ganga frá verkefninu í yfirlestur, grilla og slaka á í pottinum. Þessi ferð var bara snilld og við létum sko aldeilis fara vel um okkur en vorum líka hörkudugleg að vinna í verkefninu amk er búið að senda það í yfirlestur til tveggja aðila.
Er agalega andlaus núna, held að ég sé búin að nota alla rithæfileika mína í dag í missó þannig að ég segi ekki meira í þetta sinn.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?