föstudagur, apríl 11, 2003
Jæja prófin búin og ég er flutt heim til mín í Gravarvoginn. Held og vona að prófin hafi gengið bara ágætlega, hugsa að ég sleppi alveg við að fara í úrbót, annars er aldrei að vita hvað gerist, ég er ekki alveg sjor á þessu öllu en við vonum bara það besta. Nú tekur bara misserisverkefnisvinnan við eftir páskafrí. Annars veit ég ekki alveg hvernig frí þetta páskafrí verður hjá mér, ég þarf að fara að ganga frá þessu glæsilega skólaspjaldi sem ég er að sjá um og búin að vera bögga alla á Bifröst á því að þeir eigi að mæta í myndartöku, nú er allt það bögg þó búið.
Sólan kemur heim í páskafrí beint í afmælið hennar Heiðu þann 16. apríl, Heiða ætlar þá að standa fyrir hörkudjammi, er það ekki?
Æ, nú nenni ég ekki að sitja mikið meira við þessa blessuðu tölvu, er komin með svo agalega verki af henni.
|
Sólan kemur heim í páskafrí beint í afmælið hennar Heiðu þann 16. apríl, Heiða ætlar þá að standa fyrir hörkudjammi, er það ekki?
Æ, nú nenni ég ekki að sitja mikið meira við þessa blessuðu tölvu, er komin með svo agalega verki af henni.