<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 04, 2003

Jæja fyrri prófavika búin og allt hefur bara gengið nokkuð vel. Þekkingastjórnun var bara ctrl bull og vitleysa. Við ætluðum að vera voða sniðug og vera með tilbúin svör en okkur þykir nokkuð líklegt að Sjonni hafi komist yfir þann pakka þar sem við gátum ekkert notað það sem þar kom fram. Benni litli kom svo líka með agalega sangjarnt og skemmtilegt próf. Helgin fer væntanlega í það að lobbast þar sem ég kann nánast ekki neitt í þessu excel bulli. Fjóla Lind á afmæli í dag - orðin voða gömul kellingin alveg einu ári eldri en hún var í gær. Namm er að fara í matarboð til hennar í kvöld, lasagna og læti, það minnir svo sannarlega á Tungudjammið síðustu páska :) :) :) Drykkja og útreiðar - væri nú gaman að endurtaka þá páska núna. Svo ætla ég heim í Gravarvoginn í kvöld og sofa afskaplega vel í nýja fína rúminu mínu, er mikið farin að spá í að flytja það hingað uppeftir. Þá er líka eins gott að ég fái stórt og fínt herbergi í görðunum, best að pressa vel á Þóri kallinn.
|

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja þá er eitt próf búið en fjögur eftir og ein og hálf vika til stefnu. Það er nú reyndar mín skoðun að það eigi bara að vera eitt próf á dag í eina viku. Eins og sagt er eitt próf á dag kemur skapinu í lag
Í morgun var það þekkingarstjórnun. Held að ég hafi nú bara alveg rúllað þessu upp. Fólk var nú reyndar að skila heilu misserisverkefnunum úr þessu prófi. En mitt mottó er að magn er ekki sama og gæði, í mörgum tilfellum. Auk þess sem stutt og hnitmiðuð svör eru alltaf best : )
Nú er maður að reyna að byrja á að fara aðeins yfir efni næsta prófs sem verður á föstudaginn en það er einmitt hjá uppáhaldi allra honum Benna litla í framleiðslu og rekstrarstjórnun.
Mér hafa ekki enn borist neinar símhringingar þó svo að Sólveig sé búin að auglýsa símanúmerið mitt og að ég sé á lausu á sinni síðu Ja maður spyr sig hvernig standi á þessu. Ég held að skýringin sé sú að það séu voða fáir einstaklingar sem skoði síðuna hennar en nokkuð oft þó.
Jæja Alma hættu nú þessu blaðri og farðu að læra !!!!!
|

mánudagur, mars 31, 2003

Úbbsadeisí, í stað þess að fara að læra fyrir próf fór ég að búa til nýja myndasíðu og setja e-ð af myndum frá Bifróvisjón þar inn. Vona bara að það fari ekki einhverjir andskotar að fara að heimta greiðslur fyrir þetta vegna þess að fátækur námsmaður eins og ég hefur engan veginn efni á því að vera að borga fyrir það að hafa myndir á blogginu sínu. og hana nú !!!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?