<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 18, 2003

Bifró búið. Við Spæs gellurnar eða Pottagaldrar eins og við kölluðum okkar slógum alveg í gegn - ekki nóg með að við værum í flottustu búningunum heldur vorum við líka með besta umbann, hana Grétu, Ingibjörgu Grétu. Hátíðin heppnaðist vel í alla staði. Herbergisfélagi minn, hún Rósa eða posh spæs, var reyndar ekkert agalega ánægð með hvað það var alltaf mikið af fólki inni á herberginu okkar og greip til þess örþrifaráðs að leggjast bara snemma upp í rúm og fara að sofa til að koma í veg fyrir að þetta myndi leysast upp í e-ð brjálað partý pleis. Alma hins vegar dansaði út nóttina eða þangað til Inga frænka reif mig úr skónum og klæddi mig í sína sem voru ekki nærri eins góðir og mínir. Á sunnudaginn var svo átdagurinn mikli. Núna er ég ekki hressust í heimi af því ég er full af kvefi og líður ekkert obboðslega vel. Ég má samt ekkert vera að því að leggjast í einhverja eimd og volæði af því ég er á fullu í því að senda fólk í myndatöku fyrir skólaspjaldið. Já og drífið ykkur svo í myndatöku núna !!!!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?