<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 07, 2003

Nina_italia gella eldaði þetta fína pasta handa okkur í gær í þyngsta potti í heimi sem við fengum lánaðann í eldhúsinu á vistinni. Það þurfti nánast að flytja pottinn í byggingarkrana, hef bara aldrei vitað önnur eins þyngsli á einum potti. Svo var sem sagt þetta rokna partý í kofanum við skálann agalegt stuð á bænum. Allt aðalfólkið mætti á staðinn ásamt aukahlutum og úr varð þessi fína stemmning vorum nánast búin að gleyma því að mæta á ball. Það var sem sagt alveg svakalegt dansiball á stað elskenda þar sem stórhljómsveitin Hildir Hans lék fyrir dansi. Aldrei þessu vant fékk litla saklausa Rósan sér vænlega í glas og lék alveg á alls oddi. Ég sá reyndar ekkert mikið af henni en maður fékk að heyra ágætis sögur í morgun : ) Alma var bara í dansiballstuði og lék líka alveg á alls oddi en gerði ekkert merkilegt af sér nema að vera bara sæt og skemmtileg eins og alltaf.
Nú er víst stefnan tekin á að kíkja í verkefnatíma til Sigga Ragg og athuga stöðuna á málum þar - þ.e.a.s ef maður nær að fylgjast e-ð með fyrir slappleika sem yfirleitt gerir vart við sig í kjölfar óhóflegrar áfengisdrykkju. Svo þarf víst líka að sjæna eitthvað í bústaðnum, heyrði því fleygt að þar væri allt í rúst.
|

fimmtudagur, mars 06, 2003

já já allt í lagi þá Sólveig mín ég skal blogga oft og mörgum sinnum. Þetta virkaði víst ekki alveg með veður pixiinn í gær, því miður þið verðið bara að kíkja á veðurfréttirnar eða á veðurstofuna til að vita hvernig veðrið er. En það er bara allt í skýjunum hérna´- á leiðinni í nesið á eftir að versla. Við, aðalgellurnar á Bifröst ætlum að elda saman í flotta sumarbústaðnum okkar. Við erum að tala um svona átta gellur í litla kofanum. Það verður væntanlega e-ð einfalt og þægilegt þar sem eldunaraðstaða heimilisins býður ekki upp á flókna matreiðslu sem dæmi má nefna að eitt sinn kom ágætur gestur sem ætlaði að elda handa okkur kjúkling - fórum ekki að borða fyrr en um 10 eða hálf 11. Ætlum sko ekki að lenda í því í kvöld !!! Svo er náttulega aðalballið í skálanum, 1. ballið sem ný skólafélagsstjórn heldur, verður auðvitað alveg geggjað af því ég er í stjórn :)
|

miðvikudagur, mars 05, 2003

Var að prófa að setja svona veður pixie inn á síðuna. Því miður var ekki hægt að fá veðrið á Bifröst en nú vitum við amk hvernig veðrið er í Reykjavík og hvernig við ættum að klæða okkur ef við værum ekki Íslendingar.
|

mánudagur, mars 03, 2003

Ég sver held að það sé bara að koma vor, var ógisslega dugleg og labbaði sko í skólann í morgun og svo aftur heim í hádeginu og aftur í skólann sem þýðir að ég á eftir að labba heim aftur á eftir.
En jæja helgin.Það var nú orðið dáldið langt síðan maður lét sjá sig í miðbæ Reykjavíkur þannig að við Róslan fengum Heiðuna til að taka skver með okkur í borginni. Heiða elskan var svo mikið æði að hún var bara edrú og á bíl og drævaði okkur bytturnar um bæinn. Það var þó tekið nokkuð létt á því í þetta skiptið kíktum á dansiball á Players þar voru okkar gömlu vinir og félagar í Sóldögg að leika fyrir dansi. Eitthvað leiddist okkur þar á bæ þannig að Heiðan skuttlaðist með okkur í bæinn áður en hún hélt aftur í minn gamla góða heimabæ. Við Róslan tókum skver á Vegamótum eða Vegabar eins og Rósa kallar það og röltum síðan niðri bæ. Ég átti deit við Valla Vísakort á Astró kl 4 en varð víst að svíkja það þar sem ég varð að þiggja heimboð á Keilugrandann.
Á laugardaginn hélt Alman svo spennt á Skagann að hitta hinar gellurnar en þær voru bara þreyttar og fóru heim að sofa þannig að ekki varð mikið úr þeirri ferð. Alma hélt því sár og svekkt áfram upp í Borgarfjörð. Þurfti aðeins að koma við í Borgarnesinu að forða aðalmönnunum frá því að sofna í ræsinu í nesinu. Hér munu þá vera taldir helstu viðburðir liðinnar helgar. Nú tekur við hörð vinnuvika, lobbapróf á miðvikudag og svaka ball í Hreddanum á fimmtudag en ekkert eftirpartý í bústaðnum hjá okkur - bara svona til að það sé á hreinu. Að lokum vil ég hvetja ykkur lesendur góðir til að kvitta fyrir komu ykkar í þessa bráðskemmtilegu gestabók hér á síðunni nú eða commenta eitthvað á skrif mín. Enn fremur vil ég benda ykkur á spjallið hér á síðunni. Endilega komið skoðunum ykkar og/eða spurningum á framfæri.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?