<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Sólveig vinkona úti í Danaveldi er alltaf að kvarta yfir því að ég bloggi ekki. Nenni ekki að vera að bulla e-ð um það sem ég er að gera á hverjum degi, svo er ég líka að skrifa dagbók í þekkingarstjórnun í hverri viku og svo allt bullið sem maður þarf að koma frá sér í þessum verkefnum sínum. Það eru nú takmörk fyrir því hvað heilbrigður einstaklingur getur bullað mikið á einum degi!
Ég nenni sko ekki að vera að skrifa alltaf e-ð á þessa leið: í morgun vaknaði ég kl 7 og fór í sturtu og borðaði morgunmat. Fór svo í skólann í fyrirlestur í framleiðslu og rekstrarstjórnun hjá honum Benna. Eftir fyrirlesturinn beið ég í röð til að fá borð á Bifróvisjón. Svo var próf, gekk bara vel. Eftir það fór ég að vinna verkefni. Klukkan 5 fór ég í blak og var til sjö. Þá fór ég í Hreðavatnsskála að borða með misserishópnum mínum. Þar fattaði ég að ég á að halda framboðsræðu í skólanum á morgun þannig að eftir matinn fór ég upp í skóla og ætlaði að reyna að gera einhverja ræðu en þar sem ég er ein í framboði sé ég enga ástæðu til að vera með einhverja brjálaða barátturæðu þannig að ég er bara búin að vera að tala við Sólveigu og einhverjar steikur á MSN svo ætlaði ég eiginlega líka að gera e-ð fyrir þetta verkefni okkar í markaðssamskiptum.
|

mánudagur, febrúar 17, 2003

Goddess
You are a goddess!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla


Þetta er ég :)
|
Úbbosí það er bara soldið mikið langt síðan ég bloggaði síðast. Það er líka búið að vera alveg heavy mikið að gera hér á röstinni, endalaus verkefni og ekki nóg með það heldur er maður líka farinn að taka þátt í kosningabaráttu, já þið eruð aldeilis að lesa dagbók frambjóðanda til ritarastöðu Viðskiptaháskólans á Bifröst. Já já kosningar á fimmtudag og svo Bifróvisjón á laugardag og auðvitað einhver verkefni samhliða því.
Það hefur nú ekki mikið markvert gerst síðustu daga nema jú kanski að Alma steig á stokk á kaffihúsinu síðasta fimmtudag og þanndi raddböndin í karokee. Hugsa að flestir hefðu flúið út þegar óhljóðin byrjuðu en nei fólkið hérna þarf alltaf að tala svo mikið saman og ekkert að hvísla þannig að sem betur fer heyrðist ekki mikill söngur eða garg eða nokkur hljóð önnur en blaðrið í fólkinu. Stofnun AA samtakanna hefur eiginlega alveg farið út um þúfur spurning hvort að það sé ekki einhver annar hæfari en ég til að taka stofnun þeirra að sér.

Ein ósk hérna, endilega skrifið nú eitthvað í þessa æðislegu gestabók mína, teljarinn er alveg á fullu en enginn skrifar í gestabókina, ég er löngu komin með leið á þessu kjaftæði sem er þar og óska eftir nýjungum og ferskleika takk.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?