<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Púfff, Akureyrarferð dauðans að baki er að lifna við rétt núna. Held þó að sumir séu mun skaddaðri en ég eftir ferðina, ónefndir leigubílaunnendur, sem þora ekki út úr húsi þessa dagana ;)
Ferðin var annars að mestu leyti alveg frábær, æðislegt að geta bara lagst inn á gafl hjá Aggú og öllum hinum skagagellunum á Eyrinni. Takk æðislega fyrir allt Ragnheiður mín, sérstaklega gistinguna, það fór bara mjög vel um okkur Bifrastargellurnar hjá þér. Annars ætla ég nú ekkert að fara að lýsa þessari ferð í smáatriðum, það er ýtarleg lýsing á öllum subbuskapnum á síðunni hjá Kimma og myndir munu koma þar von bráðar, þegar búið er að ritskoða.
Jæja þá ætla ég að halda áfram að vandamálagreina viðskiptahugmyndina mína fyrir Grjóna. Maður má bara ekkert vera að því að blogga lengur.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?