föstudagur, janúar 17, 2003
Já alveg rétt ég er búin að gera gestabókina rosa rosa flotta þannig að þið skuluð endilega fara að skrifa í hana !!!!
|
Það er bara strax að koma helgi og allt að gerast, þetta er nú búin að vera fínasta vika, við snilligarnir sem erum að reka Benjamin HJ tókum okkur sko bara til á þriðjudaginn og kláruðum árið og skiluðum og vorum þar með komin í helgarfrí, þvílíkur lúxus.
Nóg að gera framundan: aðalbandið er að spila á Breiðinni Akranesi og auðvitað skellir maður sér á slíka skemmtun í gamla heimabænum sínum. Það er um að gera að hitta alla vinina og fylgjast með öllum kjaftasögunum.
Skólinn að byrja á fullu á mánudaginn og það verður þá örugglega nóg að gera hjá manni og svo verður maður að kíkja á Eyrina, Akureyrina, um næstu helgi, það verður sko djamm í lagi !!! Ragnheiður beib ætlar að hýsa okkur bifgellurnar, loksins komum við í heimsókn. Það er samt aldrei að vita nema að maður noti tækifærið einhverntíma seinna og kíki aftur í heimsókn norður yfir heiðar.
ATH, ATH ég lýsi eftir partýi á skaganum á laugardaginn, myndi halda það sjálf en ég er heimilislaust grey og lýsi þess vegna líka eftir gistingu, er ekki einhver myndarlegur drengur þarna sem getur hýst mig? :)
|
Nóg að gera framundan: aðalbandið er að spila á Breiðinni Akranesi og auðvitað skellir maður sér á slíka skemmtun í gamla heimabænum sínum. Það er um að gera að hitta alla vinina og fylgjast með öllum kjaftasögunum.
Skólinn að byrja á fullu á mánudaginn og það verður þá örugglega nóg að gera hjá manni og svo verður maður að kíkja á Eyrina, Akureyrina, um næstu helgi, það verður sko djamm í lagi !!! Ragnheiður beib ætlar að hýsa okkur bifgellurnar, loksins komum við í heimsókn. Það er samt aldrei að vita nema að maður noti tækifærið einhverntíma seinna og kíki aftur í heimsókn norður yfir heiðar.
ATH, ATH ég lýsi eftir partýi á skaganum á laugardaginn, myndi halda það sjálf en ég er heimilislaust grey og lýsi þess vegna líka eftir gistingu, er ekki einhver myndarlegur drengur þarna sem getur hýst mig? :)
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Jæja jæja þá er skólinn byrjaður aftur og maður er kominn alveg á fullt í að stjórna fyrirtæki, já já Alma er sko farin að reka fyrirtæki sjáið til litli viðskiptafræðingurinn getur nú ýmislegt. Nú er maður líka farinn að vera rosa duglegur að labba í skólann af því við gellurnar erum fluttar. Nú er sko stutt í Hreddann og svo maður vitni nú í snillingana þá er stutt að eiga gott heim ;)
Það varð nú aldeilis allt í einu til eitt svakalegasta partý í nýja fína bústaðnum í gær, byrjuðum bara svaka svöl á því að spila Partý og co sem by the way er algjört snilldarspil en allavegana þegar farið var að síga á seinnihluta spilsins og við vorum að vinna þá ryðst inn fjöldinn allur af fólki svo það varð alveg heljarinnar partý og co.Villi meira að segja kom með blóm handa okkur í innflutningsgjöf, agalegur séntilmann. Allt áfengið sem keypt var í Bongó fyrr um daginn gjörsamlega hvarf og ég hef ekki hugmynd um hvað varð um helminginn af því, ég drakk þetta af minnsta kosti ekki sjálf, það er einhver þjófur á svæðinum sem brotist hefur inn og drukkið það. En mér er alveg sama nú drekk ég það ekki sjálf sem er kanski ágætt meira að segja faðir minn elskulegur er farinn að kvarta yfir því að ég sé endalaust á einhverju djammi - hugsa að hann hengi mig bara upp á snúru þegar ég kem heim.
|
Það varð nú aldeilis allt í einu til eitt svakalegasta partý í nýja fína bústaðnum í gær, byrjuðum bara svaka svöl á því að spila Partý og co sem by the way er algjört snilldarspil en allavegana þegar farið var að síga á seinnihluta spilsins og við vorum að vinna þá ryðst inn fjöldinn allur af fólki svo það varð alveg heljarinnar partý og co.Villi meira að segja kom með blóm handa okkur í innflutningsgjöf, agalegur séntilmann. Allt áfengið sem keypt var í Bongó fyrr um daginn gjörsamlega hvarf og ég hef ekki hugmynd um hvað varð um helminginn af því, ég drakk þetta af minnsta kosti ekki sjálf, það er einhver þjófur á svæðinum sem brotist hefur inn og drukkið það. En mér er alveg sama nú drekk ég það ekki sjálf sem er kanski ágætt meira að segja faðir minn elskulegur er farinn að kvarta yfir því að ég sé endalaust á einhverju djammi - hugsa að hann hengi mig bara upp á snúru þegar ég kem heim.