sunnudagur, janúar 05, 2003
Sporðdreki (24.okt-21.nóv) - Ársspá 2003
Þú stjórnast af Plútó sem sýnir þig hungra eftir snertingu og umhyggju fyrstu þrjá mánuði nýs árs. Þú girnist að sama skapi vald en felur af óskiljanlegum ástæðum markmið þín. Það eitt tefur þig í átt að draumum þínum, hafðu það hugfast í byrjun apríl. Náðu valdi á líðan þinni og notaðu mun betur skynfæri þín sem eru háþróuð því þú ert fær um að skynja með þeim öllum samtímis. Hugur þinn er síspyrjandi og þú virðist knúin/n af einhverju innra afli til að tefla djarft þótt þú viljir helst leika af öryggi. Áráttugirni þín og öryggisleit fylgjast hér að. Bráðlyndi, eldmóður, reiði og jafnvel hvatvísi gæti átt við töluna tíu sem birtist samhliða stjörnu sporðdreka árið 2003. Efldu innra jafnvægi þitt með því að lifa til fulls og láttu hjarta þitt ráða því ef egóið fær að stjórna þá verður rómantíkin sem birtist hér án efa hlýjulaus. Einhver virðist hafa gert á hlut þinn þegar litið er til fortíðar. Ekki snúa tilfinningahita þínum upp í hefnigirni og hafðu hemil á neikvæðni þinni fyrir alla muni. Með vorkomu birtist jafnoki þinn á öllum sviðum. Vertu reiðubúin/n að veita tilfinningum ykkar sama frelsi og sjálstæði og þú sjálf/ur þráir. Þú veitir hér í einlægni og býst við að aðrir geri slíkt hið sama og sú er raunin þegar horft er til framtíðar. Þú finnur hjartslátt og tónlistin flæðir um æðar þínar. Alheimurinn skreppur hér saman í manneskjuna sem þú unnir og viðkomandi verður vissulega fær um að uppfylla óskir þínar en aðeins ef þú horfir hreinskilnislega í augu við þig sjálfa/n. Það er frelsi í heiðarleikanum og þar af leiðandi kemst meira traust á samskipti sem tengjast þér. Þú býrð yfir óbilandi krafti, hugsjónum og góðmennsku. Þú ert fær um að setja mark þitt á heiminn. Stjarna þín sýnir gæfu þar sem styrkur þinn á sér að nokkru upptök í meðfæddri bjartsýni þinni. Hvernig sem þú ferð að því þá er þér á óskiljanlegan hátt eðlilegt að draga að þér jákvæða athygli því útgeislun þín er áberandi öflug. Með sífelldri ögrun heldur þú vissulega áfram að þroskast. Aðdráttarafl þitt með innri orku og ósigrandi lífskrafti veitir þér hugrekki til að yfirstíga og horfast í augu við eigin tilfinningar þegar nýr kafli hefst sem sýnir þig hér á ferð og flugi. Hér birtist einnig voldug efnablanda sem einkennir þig, greind og mikill viljastyrkur en þú lítur björtum augum á tilveruna og álítur hana jafnvel einhverskonar leiksvið þar sem þú ert án efa fær um að sanna þig í ótal hlutverkum. Hér setur þú reglurnar sjálf/ur, minntu þig reglulega á það í nóvember og desember 2003.
|
Þú stjórnast af Plútó sem sýnir þig hungra eftir snertingu og umhyggju fyrstu þrjá mánuði nýs árs. Þú girnist að sama skapi vald en felur af óskiljanlegum ástæðum markmið þín. Það eitt tefur þig í átt að draumum þínum, hafðu það hugfast í byrjun apríl. Náðu valdi á líðan þinni og notaðu mun betur skynfæri þín sem eru háþróuð því þú ert fær um að skynja með þeim öllum samtímis. Hugur þinn er síspyrjandi og þú virðist knúin/n af einhverju innra afli til að tefla djarft þótt þú viljir helst leika af öryggi. Áráttugirni þín og öryggisleit fylgjast hér að. Bráðlyndi, eldmóður, reiði og jafnvel hvatvísi gæti átt við töluna tíu sem birtist samhliða stjörnu sporðdreka árið 2003. Efldu innra jafnvægi þitt með því að lifa til fulls og láttu hjarta þitt ráða því ef egóið fær að stjórna þá verður rómantíkin sem birtist hér án efa hlýjulaus. Einhver virðist hafa gert á hlut þinn þegar litið er til fortíðar. Ekki snúa tilfinningahita þínum upp í hefnigirni og hafðu hemil á neikvæðni þinni fyrir alla muni. Með vorkomu birtist jafnoki þinn á öllum sviðum. Vertu reiðubúin/n að veita tilfinningum ykkar sama frelsi og sjálstæði og þú sjálf/ur þráir. Þú veitir hér í einlægni og býst við að aðrir geri slíkt hið sama og sú er raunin þegar horft er til framtíðar. Þú finnur hjartslátt og tónlistin flæðir um æðar þínar. Alheimurinn skreppur hér saman í manneskjuna sem þú unnir og viðkomandi verður vissulega fær um að uppfylla óskir þínar en aðeins ef þú horfir hreinskilnislega í augu við þig sjálfa/n. Það er frelsi í heiðarleikanum og þar af leiðandi kemst meira traust á samskipti sem tengjast þér. Þú býrð yfir óbilandi krafti, hugsjónum og góðmennsku. Þú ert fær um að setja mark þitt á heiminn. Stjarna þín sýnir gæfu þar sem styrkur þinn á sér að nokkru upptök í meðfæddri bjartsýni þinni. Hvernig sem þú ferð að því þá er þér á óskiljanlegan hátt eðlilegt að draga að þér jákvæða athygli því útgeislun þín er áberandi öflug. Með sífelldri ögrun heldur þú vissulega áfram að þroskast. Aðdráttarafl þitt með innri orku og ósigrandi lífskrafti veitir þér hugrekki til að yfirstíga og horfast í augu við eigin tilfinningar þegar nýr kafli hefst sem sýnir þig hér á ferð og flugi. Hér birtist einnig voldug efnablanda sem einkennir þig, greind og mikill viljastyrkur en þú lítur björtum augum á tilveruna og álítur hana jafnvel einhverskonar leiksvið þar sem þú ert án efa fær um að sanna þig í ótal hlutverkum. Hér setur þú reglurnar sjálf/ur, minntu þig reglulega á það í nóvember og desember 2003.