föstudagur, desember 20, 2002
Það er nú ekkert voða skemmtilegt að vera við jarðarför svona rétt fyrir jólin. Það er víst gangur lífsins að það endar víst fyrr eða seinna. Árleg feðginaferð í verslunarleiðangur er framundan, nú verður sko verslað !!!!
|
miðvikudagur, desember 18, 2002
Húrra húrra húrrrrrraaaaa - ég er komin í jólafrí : ) : ) : ) Málsvörnin búin og þetta gekk líka svona glimmrandi vel, Kjartan Broddi og Ingibjörg voru bara agalega spök við okkur, komu bara með spurningar sem við vissum að við yrðum spurð að. Ég sem hélt að verkefnið okkar væri bara ekkert svona flott, djöfull hlýt ég að vera kröfuhörð og djöfull hlýtur þá verkefni sem ég er mjög ánægð með að verða flott !!!!! Nú verður ekki hugsað meira eða rætt um nám fyrr en skólinn byrjar aftur!!!
Það eru bara alveg að koma jól og Inga og Sólveig eru alveg að fara að koma heim úr útlegðinni.
Við Rósa þurfum víst að fara að þrífa litla stóraskóginn okkar af því við erum að fara að flytja. Oj, hvað ég nenni því ekki langar bara að fara og leggjast upp í sófa með tærnar upp í loftið og fá mér smá bjór : ) : ) nammm.
|
Það eru bara alveg að koma jól og Inga og Sólveig eru alveg að fara að koma heim úr útlegðinni.
Við Rósa þurfum víst að fara að þrífa litla stóraskóginn okkar af því við erum að fara að flytja. Oj, hvað ég nenni því ekki langar bara að fara og leggjast upp í sófa með tærnar upp í loftið og fá mér smá bjór : ) : ) nammm.